Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2011-04-06
Fastir í grárri forneskju
Vilhjálmur Egilsson tilheyrir þeirri tegund Íslendinga sem eru fastir í grárri forneskju. Hann lítur á launþega sem hjörð sem þarf að stilla til friðar með kúgun og virðist telja valfrelsi þeirra í kosningum til trafala.
Hann er einning baráttumaður fyrir því að kvótakerfi verði fest í sessi sem ber keim af þeirri tíð þegar rukkarar lordanna riðu um héruð og hirtu búpening og uppskeru af bændum. Draumsýn þessarar tegundar Íslendinga er að halda uppi kúgaðri stétt leiguliða og launþega í vistaböndum fátæktar.
Forkólfar ríkisstjórnarinnar eru líka smitaðir af þessari draumsýn og því er þjóðinni sú hætta búinn að ríkisstjórnin lyppist niður við hótanir Vilhjálms vegna þess að hún komi ekki auga á því siðleysi sem felst í þeim. Þau eru í sama heimi hroka og réttlætinga á virðingarleysi fyrir alþýðu manna.
Fyrirbærið Icesave samningur hefur fært þessa draumsýn upp á nýtt svið og opnað nýjar víddir í verslun ríkisvaldsins með launþega og skattgreiðendur.
Gengur gegn lýðræðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-04-05
Græðgin að fara með Villa
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2011-04-05
Ég játa það ég er skíthrædd...
...síðan sjálfstæðisflokkurinn setti þjóðarbúið á hausinn.
Ekki bara við sjálfstæðisflokkinn heldur líka þetta lið sem hefur tekið við stjórninni. Langvarandi spilling í mannaráðningum og skipanir hefur alið á vangetu í stjórnsýslu og pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gengið í forystu við að móta þennan ósóma en aðrir flokkar hafa fetað í sporin.
Jafnvel hinn nýji Besti Flokkur lætur sér ekki muna um vinargreiðanna og kannski er vingjarnleiki Jóns Gnarr við sjálfan sig sem hefur skipað sjálfan sig gjörsamlega óhæfan í stöðu borgarstjóra.
Borgarstjórn er orðin eins og Alþingi að sirkusi þar sem trúðarnir keppast um að sletta skyrinu hver framan í annan.
Hörð skrif gegn borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
...fyrir síðustu kosningar bara svo það sé á hreinu.
Hún famaði líka Óskar Bergson í samstarfi við framsóknarflokkinn sem hefur ásamt sjálfstæðisflokknum sett orkuveituna á hausinn.
Vil samt fá skárri borgarstjóra. Einhvern sem hefur vit á málefnum borgarinnar.
Tekist á um skólamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gleymum því ekki.
Ég verð þó að játa að ég sé litla auðmýkt í fari borgarstjórans.
Varla verður talið að hann hafi valist í þá stöðu sem hann gegnir vegna hæfni.
Leikstjórar þessarar borgar eru nú að blæða fyrir vangetu, spillingu og skammsýni karla sem stýrðu orkuveitunni í tíð Hönnu Birnu og Vilhjálms Þ.
Ég myndi ráðleggja Jóni Gnarr að sýna þessa auðmýkt sem hann þykist búa yfir og auglýsa eftir hæfum borgarstjóra. Hann er einfaldlega ekki trúverðugur vegna augljósrar vanþekkingar.
Hæfileikar hans liggja á öðru sviði.
Pólitísk skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í mars 2008 var innstæðutryggingasjóður Breta 108 milljónir punda en innstæður í bönkum þar í landi voru 1.150 milljarðar punda.
Þessi staða er víðast hvar uppi og í raun þá duga engir tryggingasjóðir til þess að tryggja fall banka í stórum stíl. Þess vegna er gripið til þess að láta skattgreiðendur fjármagna innistæður þeirra efnameiri þegar siðblindir bankaeigendur eru búnir að ræna fjármunum bankanna.
Það er sjúk afstaða að æðsta dyggð stjórnmálamanna, embættismanna og annarra valdhafa sé að láta fólk halda að allt sé í lagi til þess að forðast "rush". Endalausar lántökur til þess að viðhalda ásýnd velmegunar duga skammt. Þessar spilaborgir munu hrynja einn góðan veðurdag.
Skattgreiðendur þurfa að fara að bindast samtökum um að skattheimta einskorðist við nauðsynlega innviði samfélagsins eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir.
Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2011-04-04
Áróður fyrir stóriðju?
Skilaboðin í þessari frétt. Mynd af álveri og tal um hagvöxt.
Það er nokkuð ljóst að stóriðjan bætir ekki hag almennings.
Það myndi hins vegar bæta hag almennings ef að kvótakerfinu yrði breytt frá núverandi mynd
Smábátaveiðar gefnar frjálsar
Fullvinnsla fiskafurða flutt til landsins
Eingöngu um 1% af vinnuafli landsins starfar við álver.
Spáir 2,3% hagvexti í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ert þú orðin þreytt/þreyttur á því að markaðurinn treður á lýðræðinu?
Vilt þú sjá heiminn öðruvísi?
Vilt þú losa ok fjármálakerfisins af öxlum skattgreiðenda?
Ef svo er þá getur þú gerst meðlimur í ATTAC á Íslandi
Reyna að spinna þráðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2011-04-04
Brást eftirlit Breta?
Í mars 2008 var innstæðutryggingasjóður Breta 108 milljónir punda en innstæður í bönkum þar í landi voru 1.150 milljarðar punda.
Þetta vekur óneitanlega þá spurningu hvort að tilskipun ESB þýði eitt á Íslandi og annað í Bretlandi.
Ég rakst á þessa merkilegu klausu hér: Icesave is regulated by the UK Financial Services Authority so you have the same financial protection that you would have if you opened an account with a UK bank.
Þetta styður þann grun minn að það eru Bretar sem bera ábyrgð á eftirliti með lausafjárstöðu Icesave í Bretlandi.
Ekki að furða að Bretar treysti sér ekki í málaferli.
Fréttin sem þessi pistill er tengdur við sýnir að sama sukkið viðgengst í bönkunum en það á bara að láta skattgreiðeindur borga.
Með 1,4 milljónir á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Íslenskir stjórnmálamenn hafa tekið upp á þeim fjanda að selja Bretum og Hollendingum íslenska skattgreiðendur.
Helmingur þessara einstaklinga sem seldir hafa verið í skattaánauð eru börn. Þau eru einfaldlega seld.
Spurningin er hvað eru íslensk yfirvöld að kaupa þessu verði.
Jóhannes Björn hefur sett fram þá tilgátu að íslenskir stjórnmálamenn séu háðir bönkunum og að meiri hluti þingmanna frá hruntímabilinu séu flæktir í kúlulánaævintýri bankanna.
Það er líka þekkt að fyrirtæki eðalkjölfestufjárfestisins Björgólfs Thors hafa lagt flokkunum til hundruð milljóna í styrki.
Já hvað er verið að kaupa?
Hvetja félagsmenn til að kjósa já | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)