Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2011-04-08
Þröngsýni er JÁ-fólki fjötur um fót
Icesave er ekki einkamál Íslendinga. Þegar Jóhanna talar um alþjóðasamfélagið með lotningu er hún ekki að tala um skattgreiðendur annarra landa. Hún er ekki að tala um kjósendur annarra landa. Hún er ekki að tala um launþega annarra landa.
Nei hún er að tala um fólk sem hefur lífviðurværi sitt af því að sjúga kraftinn úr atvinnulífi og velferð þjóða. Þetta fólk stendur að hinu svo kallaða alþjóðasamfélagi og þetta er fólkið sem Jóhanna vill skipa sér í lið með.
Flestar ríkisjóðir í Evrópu og ríkissjóður Bandaríkjanna eru nú stórskuldugir. En hverjum skulda þeir og hvað verður um peninganna. Þetta er það sem skattgreiðendur, kjósendur og launþegar allra ríkja eiga rétt á því að fá að vita.
Þetta er nokkuð augljóst þegar litið er til Icesave. Það er nokkuð auðvelt að sjá fyrir sér hvaða leið fjármagnið fór. Það fór inn á Icesave þaðan til fyrirtækja Björgólfs og annarra fjárglæframanna og þaðan streymir það svo inn á fjármálastofnanir eins og Deutche bank.
Deutche bank er sennilega nú einn af aðaleigendum Arion banka og Íslandsbanka.
Hin ósýnilega og leynilega hönd fjármagnsins lamar atvinnulíf og viðskipti eins og sjá má nú á ástandinu um allan heim
Segjum NEI við þessu ástandi og segjum NEI við Icesave
Augu umheimsins á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-08
Hreint glapræði að segja Já
Ef neyðarlögin verða felld þá mun Icesave kosta ríkið yfir 350 milljarða.
Ef lögin um gjaldeyrishöftin verða felld þá mun Icesave kosta ríkið yfir 300 milljarða í viðbót.
Þá erum við ekki farin að tala um gengisáhættu. Bara síðan um áramót hefur kostnaðaraukning vegna gengis verið 20 milljarðar.
það er ábyrgðarleysi að gera lítið úr þessari áhættu.
Á meðan ekki hefur fengist niðurstaða í málaferli um neyðarlög og gjaldeyrishöft er það algjör firra að láta sér detta í hug að samþykkja Icesave.
Annars virðast já-sinnar vera farnir að fara offari í áróðri sínum gegn Icesave.
Jónas Kristjánson henti mér út af feisbókinni sinni í gær en svo sá ég þetta í Sandkorni DV:
Jónas Kristjánsson, bloggari og fyrrverandi ritstjóri, er einn áköfustu baráttumanna fyrir því að Íslendingar samþykki fyrirliggjandi samning um Icesave.
Í takti við þá skoðun fordæmir Jónas Egil Ólafsson, ákafasta Nei-manninn, sem auglýsir að já þýði barnaþrælkun. Við höfum fengið okkar eigin íslenzka Göbbels. Studdur af Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur froðufellir Egill Ólafsson söngvari. Líkir friðarsamningi við alþjóðasamfélagið sem ígildi þess, að börn okkar verði seld í ánauð ... bloggar Jónas.
Fyrir þá sem fá vonda samvisku yfir Icesave hef ég gott ráð. Segið bara nei við Icesave en gefið peninga til einhverra af fyrrverandi nýlendum Breta og Hollendinga sem þeir eru búnir að arðræna og skilja eftir í skuldasúpu.
Atli og Lilja setja x við nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2011-04-07
Ábyrgðarleysi að samþykkja Icesave
Almenningur var aldrei hafður með í ráðum í því ferli sem leiddi til bankahrunsins og Icesave.
Almenningur fékk ekki að kjósa um aðild að EES samningnum
Almenningur fékk ekki að kjósa um aðild að frjálsu flæði fjármagns
Almenningur fékk ekki að kjósa um einkavæðingu Bankanna
Í dag er hins vegar gerð sú krafa til skattgreiðenda að þeir súpi þann súra kaleik að hreinsa upp klúður stjórnmálamanna sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð og borgi fyrir glæpi kjölfestufjárfestanna.
Icesave er ekki sáttagjörð í eiginlegum skilningi orðsins. Þessi samningur er gerður undir þvingun stórvelda og færir áhættuna af innheimtu eignarsafns Landsbankans, af hugsanlegri hnekkingu neyðarlaganna og gengisþróun alfarið á herðar íslenskra skattgreiðenda.
Ef öll þessi atriði bregðast sem ég hef talið fram hér að ofan er stoðum efnahagslegrar sjálfbærni kippt undan íslensku samfélagi.
Jafnvel þótt neyðarlögin haldi og innheimta eignasafns Landsbankans verði sómasamleg getur þessi samningur hæglega leitt samfélagið í miklar ógöngur. Samningurinn gerir ráð fyrir að ríkissjóður ábyrgist eftistöðvar höfuðstóls. Ekki hefur verið sýnt fram á hvernig ríkissjóður ætli að standa að því að greiða þessa fjárhæð sem getur orðið umtalsverð út úr efnahagskerfinu. Ríkissjóður hefur eins og kunnugt er tekjur sínar í íslenskum krónum. Ríkissjóður er í þeirri stöðu að hann er að skera niður heilbrigðiskerfið vegna skertra tekna. Skattheimta er nú þegar orðin slík að mikill samdráttur á sér stað í neyslu t.d. bílanotkun.
Þeir sem tala fyrir því að kjósendur samþykki þennan samning á þeim grundvelli að standa þurfi við einhver loforð gera það á veikum forsendum. Stjórnvöldum er ekki heimilt að gefa loforð sem skuldbindur ríkissjóð og þess vegna eru slík loforð hjóm eitt. Þetta vita erlendar valdastofnanir.
Icesave samningurinn er í eðli sínu brot á stjórnarskránni. Ekki er heimilt að gera slíkar eftiráskuldbindingar samkvæmt ákvæðum hennar.
Almenningur er nú kvattur til þess að samþykkja það að skattgreiðendur fjármagni óupplýstan glæp. Hulu hefur verið sveipað yfir þá glæpastarfsemi sem átti sér stað í Landsbankanum.
Almenningur var aldrei hafður með í ráðum í öllu því ferli sem leiddi til hrunsins
52% segjast ætla að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2011-04-07
Ríkisstjórnin velur hnignun siðmenningar
Já-maðurinn Guðmundur Ólafsson segir á Facebook um rök NEI-sinna:
Ég sá mig knúna til þess að svara þessu:
Guðmundur þetta sem þú segir er algjör rökleysa. það var ekki kveikt í mínu húsi heldur húsi nágranna míns sem bauð brennuvörgunum í partý. Í stað þess að refsa brennuvörgunum fyrir að kveikja í húsinu vilt þú að mér verði refsað ekki af því að ég kveikti í húsinu heldur vegna þess að ég bý í sömu götu og nágranni minn. Það sorglegasta við þessa vesældarlegu rökfærslu er að það á að halda áfram að bjóða brennuvörgunum í partý og þá verður mér væntanlega refsað áfram þegar þeir kveikja í. Þetta er kallað hnignun siðmenningar.
Icesave gæti horfið með sölu á Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2011-04-07
Baráttan gegn Icesave er stéttarbarátta
Baráttan gegn Icesave er baráttan gegn því að eigur og mannréttindi barnafjölskyldna séu gerðar upptækar til þess að tryggja hinum efnameiri sparifé sem þeir hafa tapað í viðskiptum við kjölfestufjárfestanna.
Forsetinn gaf íslenskum skattgreiðendum tækifæri til þess að berjast gegn þessari ósvinnu.
Erlendir fjölmiðlar hvetja nú íslenskan almenning til þess að standa í lappirnar og segja NEI
Við þurfum að segja NEI ekki eingöngu vegna hagsmuna okkar sjálfra heldur hagsmuna skattgreiðenda um heim allan.
Ég hef svarað bréfi sem ég fékk frá Jóhönnu Sigurðar og birti það hér aftur:
Menn verða að hafa kjark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2011-04-07
Össur og Árni Þór í tugthúsið?
Baldur í 2 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitt lífeyriskerfi fyrir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-07
Gylfi þín persónulega skoðun er ekki frétt
Hví ætti ég eða nokkur annar að hafa áhuga á persónulegum skoðunum Gylfa Arnbjörnssonar. Telur hann eða þá Mogginn að hann sé þvílík mannvitsbrekka að kjósendur muni hafa hans persónulegu skoðanir að leiðarljósi?
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir skattgreiðendur að kjósendur segi NEI við Icesave.
Það er glórulaust að skattgreiðendur séu þvingaðir til þess að bæta sparifjáreigendum tap sitt þegar bankar falla.
Trygging innistæðna á að vera inni í bankakerfinu. Fjármálakerfið vill ekki standa skil á kostnaðinum sem því fylgir og því er kostnaðinum ýtt yfir á skattgreiðendur.
Icesave er í raun birtingarmynd stéttarbaráttu. Þeir ríku sem eiga digra sjóði á sparisjóðsreikningum gera kröfu um það að skattgreiðendur tryggi öryggi fjármuna þeirra á kostnað lífsgæða og heilsu.
Þeir sem mestu tapa ef Icesave verður samþykkt eru ungar barnafjölskyldur. Það er verið að vega að þeim og fólk sem hefur tryggt sér digra eftirlaunasjóði með sjálftöku (sumir kalla svoleiðis fjárdrátt eða þjófnað) hikar ekki að taka þátt í áróðrinum með myndbirtingum af sjálfu sér í auglýsingum áframhópsins.
Ég segi við unga fólkið: standið með ykkur sjálfum og börnum ykkar og segið NEI.
Gylfi: Ekki afstaða ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
----- Original Message -----Sent: Wednesday, April 06, 2011 6:18 PMSubject: Hvert atkvæði skiptir máli, segjum JÁÁgæti Samfylkingarfélagi,
Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave snýst ekki um ríkisstjórnina. Hún snýst ekki um einstaka flokka, forystumenn þeirra, ESB, EES, AGS eða rétta eða ranga lögfræðilega niðurstöðu.
Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við viljum vinna okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð.. Hún snýst um það hvort við Íslendingar viljum ljúka Icesave-deilunni með sátt eins og að hefur verið stefnt undanfarið tvö og hálft ár eða hvort breytt verður um stefnu og slagurinn tekinn fyrir dómstólum og á vettvangi alþjóðlegra stofnana um óráðna framtíð.
Hafni íslenska þjóðin samningnum mun það ekki verða til þess að deilan hverfi heldur eru allar líkur á því að deilan harðni og að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar verði þar með stefnt í tvísýnu.
Fyrirliggjandi samningur sem 70% alþingismanna hefur þegar samþykkt, gerir ráð fyrir því að á ríkissjóð gætu fallið 32 milljarðar króna á næstu 5 árum, vegna þeirra 1300 milljarða sem innistæðueigendur áttu á Icesave-reikningunum. Margt bendir til þess að betri heimtur úr þrotabúinu og hraðari útgreiðslur muni lækka kostnað ríkissjóðs enn frekar.
Kostnaður samfélagsins af Icesave-deilunni hefur hingað til fyrst og fremst falist í töfum og auknum útgjöldum við fjármögnun framkvæmda og rekstrar. Óhætt er að fullyrða að sá kostnaður er og verður mun hærri en sú fjárhæð sem mögulega fellur á íslenska skattgreiðendur á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Þeim mun lengur sem málið er óleyst, þeim mun dýrara og skaðlegra verður Icesave fyrir íslenska þjóð.
Í okkar huga er málið afar skýrt. Já við samningaleiðinni lágmarkar áhættu Íslands af Icesave, það lágmarkar kostnað Íslands af deilunni, lágmarkar óvissuna í endurreisnarferli Íslands og veitir atvinnulífi og stjórnvöldum forsendur til að ráðast í auknar fjárfestingar og fjölgun atvinnutækifæra. Já við samningaleiðinni skapar sátt við alþjóðasamfélagið og eykur traust þess á endurreisn Íslands.
Við hvetjum þig til virkrar þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem lýkur á laugardaginn. Úrslit hennar skipta miklu um hag þjóðarinnar og lífskjör Íslendinga næstu misseri og ár. Hvert atkvæði skiptir máli ef mjótt verður á munum. Sameinumst um að eyða óvissunni og lágmarka kostnað samfélagsins af hruninu og segjum JÁ.
Jóhanna Sigurðardóttir
formaður SamfylkingarinnarDagur B. Eggertsson
varaformaður Samfylkingarinnar
Umboðsmanni verður svarað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2011-04-06
Þessu er haldið leyndu af stjórnvöldum
Er það rétt að Landsbankinn hafi keypt tryggingu vegna Icesave í Bretlandi?
Er það rétt að þessi sjóður hafi greitt út innstæður Breta í Icesave upp að 50 þús evrum?
Samkvæmt því sem kemur fram á FSCS virðist þetta vera raunin
Þetta kemur heim og saman við það sem mér var sagt af aðila sem þekkir vel til í málefnum Landsbankans og Icesave.
Í tilskipun ESB er heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum fagfjárfesta, s.s. ríkja, sveitarfélaga, tryggingafélaga o.s.frv.Viðskiptaráðuneytið fékk ábendingu um það árið 2006 að e.t.v. væri rétt að nýta heimildina. Hinn 30. maí 2007 skipaði nýr ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, nefnd til að yfirfara ákvæði laga um innstæðutryggingar. Nefndin átti að ljúka störfum í september sama ár. Nefndin hélt fjölmarga fundi en innleiddi aldrei tilskipunina.
Þegar ég leitaði eftir skýringu á því í byrjun árs 2009 hvers vegna umrædd tilskipun var ekki innleidd var mér tjáð að það hefðu verið vegna þess að stjórnendur landsbankans hefðu keypt tryggingu upp að 50 þúsund Evra. Því væri þessi tilskipun óþörf.
Því er nú haldið fram að þessari tryggingu hafi borið að bæta breskum innstæðueigendum innstæður sínar upp að 50 þúsund EVRA. Sögur herma einnig að það hafi verið gert.
Hvers vegna hefur RUV ekki fjallað um þetta?
Hvers vegna hafa fjölmiðlar ekki fjallað um þetta?
57% ætla að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |